Internet notkun í USA

Í húsinu er internet tenging. Hún er opin þannig að það er auðvelt að tengjast henni,  komast á netið, senda eða móttaka tölvupóst, hringja heim í gegnum netsímann og svo framvegis. Nýjir símar og nýjar nettar  ipöddur gera það hins vegar að verkum að mönnum finnst það sjálfsagt og þægilegt að vera netengdir allstaðar og geta leitað eftir upplýsingum á netinu.  Oft er leitarþörfin meiri þegar fólk er á ferð erlendis og þarf stöðugt að afla upplýsinga um vörur, þjónustu og staðsetningu á verslunum.  Þegar farið er úr húsinu er eina vonin að komast á netið í verslunarmiðstöðum,  þar sem verslanir á borð við Macy´s, Nordstrom og fleiri hafa opið net, en oft eru þessu net lokuð fyrir sendingar frá tölvu, einungis er unnt að móttaka upplýsingar en td. ekki svara tölvupóstum. Einnig komast menn á netið á stöðum eins og Starbuck, Panera Bread  og reyndar flestum veitingastöðum. Mörg hótel hafa gott net þar sem sem samskipti í báðar áttir ganga vel.

Ef símanum er ekki lokað snarlega fyrir ” cellular” notkun strax eftir lendingu, geta menn lent í miklum útgjöldum. Þess vegar er öllum sem  hafa síma eða tölvur með SIM kortum ráðlagt að loka fyrir alla vefumferð nema Wifi um leið og flugvélin lendir.  Kostnaður er ella ( 20/11 2014) um kr 1.400 per megabyte) og hafa menn lent í stjarnfærðilegum útgjöldum sem  ekki hafa passað sig. Síminn hefur þó sett þak á notkun við um kr 10.000 og hefur sú lokun bjargað mörgum frá óvæntum ferðakostnaði.

Til er handhæg og ódýr leið til að vera í netsambandi hvenær sem það hentar. Í Best Buy eru seld lítil tæki, minni en símar og fara vel í vasa. Þetta eru svokallaðir ” Mobile Hotspots”

AT & T 4G Prepaid Mobile Hotspot

AT & T refill

AT & T refill

Myndir hér sýnir tæki sem kostar um $ 100 dollara í Best Buy án skatts. Unnt er fá ódýrari tæki, en sá sem þetta skrifar hefur fína reynslu af þessu tæki.   Í Best Buy eða hjá AT& T verslun má svo kaupa SIM kort og setja tækið upp, og þá fá fá menn ” account ” hjá AT& T með tilteknu símanúmeri.  Fyrsta SIM kortinu fylgir 1 mánaðar notkun sem getur verið allt að 5 G Byte á 30 daga tímabili. Sem dæmi kostaði það $ 25 fyrir 1 Gbyte í mánuð og um $ 50 fyrir 5 Gbyte. Eftir að inneignin er útrunnin, sem eru 30 dagar frá kaupum, má kaupa AT & T skafkort, logga sig inn á reikning, setja inn skafkódan og velja síðan   heppilegan datapakka. Passa þarf að þessi inneign rennur út 90 dögum eftir að skafkódinn er settur inn og pakkinn sem keyptur er hefur 30 daga líftíma.  Prófað var að nota samskonar tæki sem Síminn selur til notkunar á Íslandi, td í sumarbústöðum en það fékkst ekki til að virka í USA.

Á netinu, paygonline.com, má  skoða hversu mikið er gengið á netnotkunina og fylla á annað hvort með korti eins og hér er sýnt eða með kreditkorti.

Tækið er nett og fer vel í vasa. Það geta allt að 10 tölvur eða símar tengst því á hverjum tíma. Áður en notkun hefst þarf að hlaða tækið og er það gert með venjulegu UBS tengi hvort heldur það er í  bíl eða í húsi.  Hleðslan dugir í meira en 1 dag fyrir amk tvö tæki.

Ekki er nauðsynlegt að hafa það alltaf í gangi, nóg er að kveikja á því þegar þarf að komast á netið, það tekur stuttan tíma að ræsa það upp og svo detta menn inn. Nóg er að setja wifi password inn einu sinni fyrir hvert tæki.

Á ferðalagi í bíl er ómetanlegt að geta farið á ferðasíður og kannað hvað er áhugavert á svæðinu,Tripadvisor listar upp áhugaverða veitingstaði rétt hjá og svo má lengi telja.

Þeir sem þekkja Viber appið geta nýtt tækið enn betur. Flestir sem þekkja Viber vita að það er frítt app sem gerir mönnum kleift að tala ókeypis saman í síma ef báðir eru nettengdir. Núna er nóg að sá sem vill hringja sé nettengdur, hann getur þá hringt um allan heim fyrir lítið. Þetta er kallað Viber out calls.

Eftir að Viber opnaði á ” Viber out símtöl” geta menn keypt inneign í gegnum Viber appið ( þurfa að eiga inneign á itune) og hringt fyrir lítinn pening í hvaða símanúmer sem er í heiminum. Sem dæmi kostar 2 cent mínútan í síma í Bandaríkjunum og í heimasíma á Íslandi kostar hver mínúta 3 cent og í farsíma 12 cent. Þannig kostaði 19 mínútna samtal í heimasíma á Íslandi um kr 70 og þriggja mínútna samtal í farsíma kr 61. Hljómgæði voru miklu betri en í gegnum símtöl sem fóru fram net í net.

Sumir fara þá leið að kaupa frelsikort fyrir símana sem þeir taka með sér frá Íslandi. Galli við það er sá, að símarnir fá þá ný númer sem aðilum á Íslandi er ekki kunngt um nema þeir séu látnir vita. Auk þess nýtist slíkt fyrirkomulag mest fyrir símtöl innan Bandaríkjanna en ekki  fyrir símtöl til Íslands.

Flestir geta verið án netsins í stuttan tíma. Fyrir þá sem fara oft til USA og dvelja þar yfir lengri eða skemmri tíma gæti fjárfesting í þessu handhæga tæki verið til mikillar þæginda.