Bókanir & fyrirspurnir

 

Síminn er 899-1220 eða tölvupóstur ; hlynurja{hjá}simnet.is                   

 

Húsið er ekki lengur í útleigu og síða þessi er til sölu.   Til að komast í samband við mig er hægt að senda póst sbr hér að ofan eða senda með því að nota formið hér að neðan.

 

 

                

 

Verð á leigu fer eftir samkomulagi og fer eftir tímasetningu og hversu lengi menn hyggjast dvelja. Við bókun þarf að greiða allt að 30% af heildarleigukostnaði í staðfestingargjald, lágmark $ 500, hærra lágmark um páska og jól.  Ef afpantað verður  gjaldið ekki endurgreitt nema annar leigjandi fáist fyrir tímabilið.  Hitun á laug er oftast ekki nauðsynleg frá Júní til Sept, en slíkt kostar $ 25 per dag  aukalega.  Hitun á heitum potti er innifalin og alltaf tiltæk. Fyrir lokaþrif, rúmfataþvott og fleira greiðast $ 120 sem bætast ofan á umsamda leigu. Ef leigt er í fjórar vikur eða meira fellur gjald fyrir þrifin niður.

Engin ábyrgð er tekið á “ Force major” ástæðum þar með talið seinkunum á flugi eða niðurfellingu þess, slæmu veðri eða eldsvoða. Engin ábyrgð er tekin á slysum og þjófnaði sem kunna að verða í eða við húsið. Notkun á sundlaug er alfarið á ábyrgð leigjanda og bent er á að húsinu fylgir öryggisgirðing sem sett er niður við laugina ef lítil börn geta komist út á útisvæðið. Unnt er hafa hluta af henni opinn eins og hlið og gæta þannig fyllsta öryggis.

Reykingar eru ekki leyfðar inni í húsinu og plastglös í húsinu eru ætluð til notkunar á útisvæðinu.

Ferðatölva og GPS tæki eru til mikillra þæginda og er fólki ráðlagt að taka slíkt með. Auðveldara er þannig að finna verslanir og tilboð og heimilsföng veitingarstaða og skemmtigarða. Ennfremur er ráðlegt að bóka E-pass á bílaleigunni til að þurfa ekki að stoppa fyrir vegagjöldum. Það getur hins vegar kostað allt að $ 50 fyrir vikuna, en er mikill tímasparnaður og þægindi. Panta þarf aukabúnað eins og barnabílstóla þar sem ekki er öruggt að það sé til á staðnum þegar bíllinn er tekinn.

Svæði merkt með * eru skylda

Nafn *

Netfang*

Viðfangsefni

Skilaboð