Um húsið

 

Hús til leigu í Florida. Tilvalið fyrir þá sem vilja stunda golf í Orlando, Florida eða bara njóta lífsins með fjölskyldunni.  Húsið er á tveimur hæðum, með 4 svefnherbergjum, sundlaug og heitum potti. Rúmgott útisvæði með gasgrilli og 4 þægilegum sólstólum. Úti er 6 manna borðstofuborð. Á efri hæð eru tvö hjónaherbergi og tvö minni herbergi sem hvort um sig eru með 2 rúmum. Tvö baðherbergi eru á efri hæð.  Á neðri hæð er borðstofa, setustofa, eldhús, snyrting og þvottahús með þvottavél og þurrkara. Stórt sjónvarp ásamt DVD er í setustofunni og í báðum hjónaherbergjum uppi er sjónvarp  með innb. DVD. Hámarksfjöldi í húsi er 8 manns en rúm fyrir ungabarn er auk þess til staðar.

Þráðlaus internet tenging er í húsinu og sérstakur Internet sími sem gestir geta notað ótakmarkað til að hringja í heimasíma á Íslandi og geta móttekið slík símtöl frá Íslandi. Borðtennis og billjardborð eru í bílskúrnum.

Húsið er vel útbúið, að öllu leyti, rúmföt, handklæði og hárþurrkur eru til staðar. Barnarúm, ásamt rúmfötum,  barnastóll og góð barnakerra.

Staðsetning og svæði

Húsið er inni á lokuðu golfsvæði í Suður Orlando, örskammt frá Lake Nona. Hverfið er að mestu byggt 2005 og þar af leiðandi eru húsin öll nýleg. Golfvöllurinn er nýr 18 holu völlur og afar glæsilegur með tilheyrandi klúbbhúsi þar sem er ágætur veitingarstaður og golfverslun. ZIP codi er 32832.

Golfvöllurinn er rekin af fyrirtæki en er ekki í tengslum við búsetu á svæðinu. Oft eru tilboð í gangi í klúbbhúsinu og fólki er ráðlagt að kanna við komu hvaða möguleikar eru í gangi ef menn hyggjast stunda golf. Völlurinn er hins vegar opin öllum en oft þarf að bóka með nokkrum fyrirvara.

Frá Sanford flugvölli eru eknar 28 mílur eftir þjóðvegi 417 til suðurs, uns  beygt er út af að  Narcoossee Road við exit 22. Beygt er til vinstri inn á Narcoossee Rd. Þaðan eru um 2 mílur þar til komið er að innkeyrslu í hverfið sem heitir Eagle Creek og er vinstra megin. Um 40 mínútur tekur að keyra frá Sanford flugvelli en aðeins um 15 mínútur frá Orlandoflugvelli. Fljótlegt er að komast á helstu hraðbrautir og innan við 20- 30 mínútur að komast á helstu verslunarsvæði svo sem við International Drive, Florída Mall og Mall of Millenium. Sama á við um skemmtigarðana, Disney World, Universal Studios og Seaworld.

Við Narcoossee Road er verslunarkjarni. Þar er matvöruverslunin Publix, Walgreen lyfjabúð og skyndbitastaðir. Þar eru útibú frá Bank of America og Suntrust bankanum, ennfremur læknar, snyrtistofur, kaffihús og 7 Eleven bensínsstöð. Mikil uppbygging á sér stað við Narcoossee Road og þar fjölgar sífellt verslunum.

Aðeins er 20 mínútna keyrsla niður á Coco Beach sem er ein af þekktustu ströndum Flórída.